Friday, August 16, 2002

Starprobe
Nú fer ég að verða þreyttur á þessari vitleysu. Nú fer einnig að styttast í analprób session á ríkisspítölunum sem maður þarf víst að taka með bros á vör. Ég er semsagt að fara á lyflæknisdeildina en þar ku víst vera mikið og slæmt ástand hvað varðar mönnun. Reyndir aðstoðarlæknar eru víst fáir og því er viðbúið að maður lendi í fjósverkunum þ.e. að moka skít. Maður verður þó að reyna að gera gott úr þessu, fara síðan í feðraorlof eftir áramót og klára síðan kandídatsárið. Eftir það er síðan spurning hvar maður fer að vinna.
Í kvöld ætla ég að fá mér í glas. Þorsteinn überartzt ætlar að bjóða í garðveislu, sem varla verður haldin í garðinum miðað við veðrið. Það verður ágætis tilbreyting frá tilbreytingarlausa fæðinu sem er borið á borð á Hlíðarveginum núna. Það er búið að vera núðlur frá China Town fyrri part vikunnar sem síðan var toppað með lasagna frá 1944 í gærkveldi, nú er komið nóg.

Nú er ég líka farinn að hafa áhyggjur af vigtinni, ákvað í einfeldni minni að stíga á vigtina hér á stofunni hjá mér í gær og mér til nokkurrar skelfingar þá vigtaði ég meira en ég hef nokkru sinni gert áður, 76 kg. Ekki það að maður sé eitthvað obsessívur í þessa átt en að bæta á sig 3 kílóum á einu sumri er aðeins of mikið sérstaklega ef maður hugsar um næstu ár, ef ég bætti á mig 3 kg á ári næstu tíu árin þá yrði ég 103 kg 37 ára það er BMI upp á 33 og þaðan er bein leið í kransæðastíflulandið. Þar vill maður ekki vera.

Ég rakst á skemmtilega síðu í gær þegar ég var að krúsa sem mest á netinu vegna sjúklingaleysis. Hvet ég alla til að skoða myndina sérstaklega vel. Þetta er bekkjarfélagi minn úr MR og kollegi í læknadeildinni.

Thursday, August 15, 2002

Ég var á vakt í gær og sem betur fer var lítið að gera, komin með hálfgerðan antipata á þessum heilsugæsluvöktum. Er í öllu falli búinn að komast að því í sumar að heilsugæslulækningar eiga ekki við mig, of mikil ef í þessari grein fyrir mig. Ég fór upp á skotsvæði með Arnari Barðasyni og plaffaði á leirdúfur, skaut þar af haglabyssu í fyrsta sinn. Þetta var ágætis árangur þó ég segi sjálfur frá, hitti 3 af 12. Nú held ég hreinlega að ég verði að fara á námskeið og fá mér leyfi og kaupa mér byssu. Annars gerðist nú lítið markvert hér í Ísafjarðarbæ í gær.
Ég hélt að Pat Buchanan væri einhver kjáni en það er eitthvað vit í þessari grein sem hann skrifar.

Wednesday, August 14, 2002

Þegar betur er að gáð er þetta dálkaröð um þekkta svía, er maðurinn ekki heill á geði?
Hér er einhver Svíasleikjan með athyglisverða grein um Dolph Lundgren aka Hans Lundgren aka Ivan Drago. Hann ku víst hafa IQ upp á 160 og nam við MIT en það finnst mér nú alveg ótrúlegt enda er maðurinn svíi.
Ætla bara að benda ykkur á nokkrar athyglisverðar greinar á Múrnum.

Tuesday, August 13, 2002

Gekk í gær til berja, átti nú ekki von á að finna mikið en annað kom á daginn. Ég fór upp í Dögurðardal sem er víst þekktur fyrir e-ð úr Íslendingasögum sem í augnablikinu ég man ekki hvað var. Þar tíndi ég hátt í lítra af berjum, hefði tínt meira en ég fyllti ílátið sem ég var með, fer með stærra næst. Það var nú ekki ónýtt að háma í sig berin í gærkveldi, ég á nú örugglega eftir að fá að finna fyrir þeim samt, finn gasmyndunina vera stigmagnast núna í morgunsárið. Síðan kemur svarta skitan. En það er þess virði. Fékk mér þrjá diska, fyrst með skyri og síðan bara eintóm með sykri.

Síðan horfði ég á merkilegan þátt í sjónvarpinu í gær þar sem fjallað var um að mestu leyti Kennedy og hans forsetatíð og þar með talið utanríkisstefnu Bandaríkjanna á þeim tíma og tíma LBJ. Hvet ég alla til að horfa á þetta næstu mánudaga en þetta var fyrsti þáttur af þremur held ég.

Dabbi bróðir var í Prag fyrir nokkrum dögum og þótti nú ekki mikið til þeirrar borgar koma, ókurteist fólk og ekki mikið um að vera. Reyndar sé ég á mbl.is í dag að það eigi að flytja um 50.000 manns úr borginni vegna flóða. Hann ætlar til Búdapest næst.

Sunday, August 11, 2002

Nú er kominn tími til þess að fá sér nýjan síma, þ.e. farsíma, e-r tillögur? Ég held að Nokia verði fyrir valinu. Sagem síminn okkar er piece of crap eins og þeir segja í USA.
Palm er góður
Palm er móður
á honum er enginn ljóður
í honum er mikill sjóður

Nei nei bara smá ljóð um lófatölvuna mína. Þar er ég komin með hin ýmsu forrit inn, t.d. Robbins, Ganong, Cecil stóru bókina og gjörgæslubók og síðan fjöldann allan af forritum sem ég gæti sett þar inn. Þetta er mikið þarfaþing, nýtist hins vegar best á sjúkrahúsunum en ekki í heilsugæslunni. Nú hvet ég alla til að fá sér slíkan grip.
Ég vil benda ykkur á Time á netinu, góðar greinar þar um fokköppið í kringum 11. sept. og fleiri greinar um skyld efni ásamt mörgu fleira. Skopmyndirnar eru góðar.
Einnig er Newsweek gott.
Skemmtilegur kjaftur á Guðbergi.
Vil vekja athygli ykkar á frétt sem kom á aumingjasíðum Dabbans í síðustu viku, en eftirfarandi texta fékk ég á mottan.com þ.e. spjallvefnum, kynniði ykkur hann. Þetta er einmitt ræfillinn hann Hallgrímur Sveinn Sævarsson aka Saddam Hamed.

Trylltur unglingurinn lét höggin og spörkin dynja
- hvattur af lögreglu til að láta málið falla niður

"Unglingurinn flaug í mig án nokkurs tilefnis. Þarna mátti greina að einhver geðbrestur var orðinn og siðblindan alger," segir Hallgrímur Sveinn Sævarsson kennari sem varð fyrir árás annars Skeljagrandabræðra, sem ásamt föður sínum eru grunaðir um að hafa stórslasað mann á Seltjarnanesi síðastliðinn föstudag. Þeir náðust á föstudag undir miklum áhrifum fíkniefna þar sem þeir báru alblóðugan tvítugan mann á milli sín. Samkvæmt upplýsingum DV voru þeir þá að reyna að fela fórnarlamb sitt sem þeir töldu látið. Skeljagrandabræður eiga langa sakaskrá og gengu meðal annars í skrokk á ungri móður á Eiðistorgi þegar þeir voru 11 og 12 ára gamlir.
Hallgrímur starfaði á ölkelduhúsinu Rauða ljóninu við Eiðistorg í október árið 1997 og var að loka torginu þegar atvikið gerðist. Árásarmaðurinn var þá nýorðinn 16 ára gamall en Hallgrímur um 22 ára.
"Ég sagði þremur unglingsstrákum kurteislega að verið væri að loka þegar einn þeirra byrjaði að öskra á mig og kalla mig illum nöfnum. Maður hafði engan tíma til þess að átta sig og áður en ég vissi af lét hann höggin dynja. Svo sparkaði hann í mig þegar ég lá niðri. Þetta var það síðasta sem ég bjóst við enda voru þeir bara strákpjakkar," segir Hallgrímur.
Hallgrímur lá blóðugur eftir árásina og hlaut skrámur og ýmis eymsli á höfði og andliti. Unglingspilturinn flúði af vettvangi eftir að hafa hirt farsíma sem Hallgrímur missti.
Hallgrímur segist ekki hafa farið með málið alla leið fyrir dómstóla þar sem lögregla hafi sagt honum að það myndi engum tilgangi þjóna. "Lögregluþjónninn sagði það engu myndi breyta hvort ég færi alla leið með málið eða ekki og hann varaði mig við því að þeir gætu farið á eftir mér. Ég varð hræddur við það og ákvað að láta kæruna niður falla. Þarna var augljóslega um að ræða stráka sem var sama um allt og algerlega siðblindir. Það skipti þá engu máli hvort einhver stæði þá að glæpnum eða ekki," segir hann.
Ári eftir að yngri bróðirinn gerði árás á Hallgrím var nýju fjallahjóli hans stolið á Eiðistorgi um hábjartan dag. Hallgrímur gekk fram hjá heimili bræðranna við Skeljagranda og fann hjólið þar fyrir utan. Hann kveðst ekki hafa farið lengra með það mál.
Uggur er í íbúum nærri heimili bræðranna á Skeljagrandanum, ekki síst varðandi áhrif þeirra á unglinga í hverfinu. "Þessir bræður fjöldaframleiða unga glæpamenn. Þeir njóta óttablandinnar virðingar meðal unglinga á svæðinu sem sækja í þá vegna þess að þannig öðlast þeir virðingu hinna. Þetta þekki ég frá því að ég var verkstjóri í unglingavinnu og kennari í hverfinu," segir Hallgrímur sem nú er fluttur í Breiðholtið.

Síðan fáum við svar Hagga á spjallvefnum:

Já, þetta er frekar fyndið því Jón Trausti hringdi í mig á leikskólann og við spjölluðum bara aðeins í símann og hann sagði þetta skipta miklu máli að ég "kæmi fram" og ég fór svo að spyrja hvað hann ætti við og hvenær hann hygðist tala við mig en þá sauð hann þessar "beinu" tilvitnanir bara saman úr símtalinu, sem ég hélt að væri spjall en ekki viðtal. Svo kom ljósmyndari heim í gærkvöldi og svo les ég frekar skondin tilbúning á hvernig ég orða hlutina og er að máli farinn.
Vona að þið hafið það öll gott.

Kveðja,

Hamed.


Ég get nú alveg sagt ykkur það að það var mynd af Hagga með aumingjasvipinn og það getur enginn fengið mig ofan af því að Hamed hafi hringt í DV sjálfur.
Ég fékk símtal frá Geir Ólafs, betur þekktur sem “Ice Blue”, um daginn. Hann var að leita að Birgittu Haukdal sem er víst Pocahontas söngvari Írafárs sem var einmitt að spila hér á Ísafirði um helgina. Hún var ekki hjá mér þannig að það náði ekki lengra.

Í gærkveldi var etin flatbaka hjá Sigmari, þar voru samankomnar stórkanónur læknaliðs Ísafjarðarbæjar þ.e. Sigmar, Anton, Andri og síðast en ekki síst ég. Petsaróní með lauk og sveppum er góð pissa og rann hún ljúflega niður með bjór og rauðvíni. Andri sagði þar ýmsar góðar sögur þ.á.m. um fjölskylduna sem hefur glerhurð inn á bað og baðker í eldhúsinu, mjög sænskt. Einnig sagði hann frá ferð sinni á bar í Frisco sem var uppfullur af karlmönnum, þetta var semsagt hommabar. Þar í einu horni sá hann langa röð sem fór á bak við eitthvert tjald sem hann hafði nú ekki geð í sér að líta á bak við, eitt er þó hægt að segja um athæfið þar á bak við – það var ekki klósettið!

Tilsammans hefur verið minnst á áður. Rifjaðist upp ein setning úr myndinni sem vakti nokkra kátínu. “Jeg har svamp!”. Ef þið viljið fræðast meira sjáið þá bara myndina. Svamp er semsagt sveppur og geti þeir sem geta vilja í eyðurnar.

Á föstudag síðasta fórum við í ferð á Hesteyri, fórum í klukkustundarsiglingu í töluverðum kalsa yfir Djúpið og inn í Jökulfirðina (flettið þessu upp á korti). Það var um margt áhugaverð ferð. Þarna í raun opnaðist aðeins heimur Hornstranda og er næsta víst eins og B.Fel. segir að við förum þangað aftur í lengri gönguferð. Mjög ánægjulegt var að finna slatta af bláberjum sem ég og sætan hámuðum í okkur með bestu lyst. Bara þeir sem þekkja til þá er Kiddý einhver leiðinlegasta manneskja sem ég hef kynnst og líka heimsk. Tvær vinkonur voru þar á ferð, önnur sem var japönsk að uppruna og hafði verið hér sem skiptinemi og kunni íslensku vel, þá gloprar Kiddý því út úr sér við íslensku hvort að sú japanska væri vinnukona hjá fjölskyldu hennar!

Síðan í gær fórum ég og Steini í golf, það var nú meiri skelfingin! Við viljum halda að það hafi verið kuldinn sem hafi spilað þar stórt hlutverk enda var ansi napurt.